#
×

Höfundur: kristinlilja
Apr 12, 2024

Skráningarráð tilkynnir með mikilli gleði að Fræðslufundur skrásetjara verður haldinn fimmtudaginn 30. maí kl. 9:00-12:00 í fyrirlestrasalnum á Landsbókasafni. Boðið verður upp á smá hressingu áður en fundurinn byrjar og svo verður 20-30 mínútna kaffihlé líka.

Eftir hádegi verða svo aðalfundur Upplýsingar og notendaráðstefna Aleflis sem haldin verður í Eddu.

Nákvæm dagskrá verður auglýst síðar en endilega takið daginn frá.

Við vonumst auðvitað til að sjá loksins sem flest ykkar á svæðinu, en það verður boðið upp á streymi frá fundinum ásamt því að upptaka af honum verður gerð aðgengileg.

Höfundur: kristinlilja
Mar 22, 2024

Samkvæmt ákvörðun skráningarráðs á 138. fundi ráðsins hefur verið ákveðið að leggja niður svið 222 í tímaritaskráningu í Gegni.

Svið 222 – lykiltitill hefur verið notað í tímaritafærslum í Gegni, einkum vegna þess að í Aleph birtist sviðið sjálfkrafa við vistun serial færslu sem afrit af 245 sviðinu. Skrásetjari þurfti svo að laga sviðið í samræmi við leiðbeiningar í Handbók skrásetjara. Sviðið verður ekki til með þessum hætti í Ölmu.

Lykiltitill er einstakur titill tímarits, sem er ákvarðaður þegar ISSN númeri er úthlutað. ISSN númerum er útlutað á Landsbókasafni og þá er lykiltitill tímaritsins færður inn í gagnagrunn ISSN. Þegar það er gert er ekki farið yfir lykiltitilinn sem er í færslum í Gegni og því ekkert sem segir til um hvort þeir titilar sem eru nú þegar í sviði 222 stemmi í raun við ISSN skráninguna. Ekki eru uppi áætlanir um að tengja á milli Gegnis og ISSN gagnagrunnsins. Því er ekki hægt að ábyrgjast að þær upplýsingar sem nú eru í sviðinu séu réttar og ekkert er unnið með gögnin úr sviðinu. Þetta er því óþarfa skref í tímaritaskráningu og vinnusparnaður felst í að leggja sviðið niður.

Sviðinu verður ekki eytt úr eldri færslum en héðan í frá þurfa frumskráðar tímaritafærslur ekki að innihalda sviðið.

Höfundur: hallfridurk
Dec 28, 2023

Nýr sérkafli sem inniheldur leiðbeiningar um skráningu tölvuleikja eru nú kominn í handbókina. Aðrir kaflar hafa verið uppfærðir í samræmi við þessar nýju leiðbeiningar og dæmi færð inn þar sem við á.

Nýtt sameiginlegt færslusnið, *tölvuleikur, hefur einnig verið vistað í lýsigagnaritli Gegnis.
Athugið að færslusniðið inniheldur gildi í sviðum 007, 008, 300 og 338 fyrir tölvudiska. Þeim þarf að breyta við skráningu leikja sem eru vistaðir á tölvukubbum eða á vef.  

Allar fréttir

 

Síðast breytt: 17.11.23