2

Main content

main

Frátektir á ákveðin bindi fjölbindaverka

Þegar mörg bindi eru saman á einni færslu geta frátektir orðið snúnar. Meginreglan þegar frátekt er sett á eitt eintak er sú að kerfið finnur öll eintök bókasafns á þessum tiltekna titli, óháð lýsingu eintaks eða upplýsingum á kjalmiða.

Dæmi um vandamálið er t.d. Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Það getur gerst að lánþegi sem hefur tekið 1. bindi frá fyrir sig í Gegni fær 2. bindi í hendurnar þegar hann mætir í safnið til þess að sækja bókina sína.

Nú er hins vegar mögulegt að bæta við upplýsingarnar fyrir hvert bindi í fjölbindafærslum til þess að tryggja að frátektin gildi aðeins um rétt bindi.

Til þess að aðgreina bindi í skilgreiningu fyrir frátektir þarf að setja númer bindis í reitinn Raðn.þrep.1 (A)(bindi) í eintaksforminu:

Nauðsynlegt er að setja upplýsingar í þennan reit á öll eintök safns af hverju fjölbindaverki fyrir sig svo að frátektir rati á rétt bindi.