2

Main content

main

Aðalfundur ársins 2006

Föstudaginn 19. maí 2006 var aðalfundur ársins haldinn og voru störf fundarins með hefðbundnum hætti. Stjórn félagsins fékk endurnýjað umboð og sitja því í henni sem áður Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Hörður Sigurgestsson fyrrverandi forstjóri, Karl Guðmundsson sviðsstjóri hjá Akureyrarbæ og Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður. Varamenn eru Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og Valur Árnason, skrifstofustjóri hjá menntamálaráðuneytinu. Á fundinum kom meðal annars fram að rekstrarárið 2005 var fyrsta árið í sögu félagsins sem það skilaði hagnaði og gengur hann til frekari uppbyggingar félagsins eins og kveðið er á um í samþykktum þess. Nálgast má fundargerð fundarins og skýrslu stjórnar annars staðar hér á vefnum. Stjórnin hefur kjörið Hörð Sigurgestsson sem formann sinn.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block