2

Main content

main

VIAF samstarfið

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Landskerfi bókasafna hf. taka þátt í VIAF® (Virtual International Authority File) samstarfinu. Í VIAF eru margskonar nafnmyndaskrár sameinaðar í eina nafnmyndaþjónustu sem vistuð er hjá OCLC. Tilgangurinn með þjónustunni er að lækka kostnað og auka gagnsemi nafnmyndaskráa bókasafna með því að sameina og tengja nafnmyndaskrár sem eru mikið notaðar og gera upplýsingar úr þeim aðgengilegar á vefnum.

Endilega farið inn á vefinn viaf.org og skoðið hvað hann hefur upp á að bjóða. Það er hægt að fletta upp á persónum, skipulagsheildum, hugverkum og útfærslum, landfræðiheitum en þó ekki efnisorðum.
 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block