2

Main content

main

Stillingar fyrir tölvupóst

Til þess að geta sent tölvupóst úr kerfinu þarf að setja inn stillingar fyrir póstþjón safnsins og sendanda pósts (netfang og heiti).

Opna þarf skrána C:\AL500\ALEPHCOM\TAB\ALEPHCOM.INI í Notepad og setja inn réttar stillingar fyrir MailServer, FromAddress, BccAddress og MailerName. Passa að ekki sé bil á eftir jafnaðarmerkinu (=).

  • Athugið að línurnar sem byrja á semikommu (;) eru aðeins dæmi um stillingar og ekki á að breyta þeim.

Heiti póstþjóns getur verið með ýmsu móti eftir aðstæðum á hverjum stað; „mail.bokasafn.is“ er aðeins dæmi. Í FromAddress er sett netfang viðkomandi bókasafns/bókavarðar. Í MailerName skal setja heiti sendanda eins og það á að birtast á tölvubréfum. Ef sett er netfang í BccAddress þá verður sent þangað afrit af öllum tölvupósti sem kerfið sendir til notenda og það getur verið hentugt til að hafa yfirsýn yfir útsendan póst.

Skjáskot af stillingum í alephcom.ini skránni

Þegar skilgreiningar hafa verið settar inn þá þarf að prófa hvort tölvupóstur virkar úr viðkomandi tölvu með því t.d. að senda póst úr víðværum lánþegaupplýsingum. 
 

Prentstilling í biðlara þarf að vera „Venjuleg prentun“

Ef biðlarinn er stilltur á forskoðun þá fer enginn tölvupóstur út.

Hægt er að stilla þetta tímabundið með því að hægrismella á prentaratáknið neðst í hægra horninu og velja “Venjuleg prentun” ef ekki er stillt á það.

Varanleg stilling fæst með því að setja inn skilgreiningu í skrána C:/alephcom/tab/alephcom.ini undir [Print] . Breytan sem stýrir þessu er: DefaultPrintConfig=0

Möguleikarnir eru:

  • 0 Venjuleg prentun
  • 1 Forskoða-prentun
  • 2 Skoða í XML sniði
  • 3 XML vefsýn
  • 4 Forskoða-afritun